Áróðurskendur fréttafluttningur af hjálparstarfi á Haiti.

Fréttaflutningur af ástandinu á Haíti, í kjölfar jarðskjálftans, hefur verið í meira lagi vafasamur. Nánast frá degi eitt hefur rauði þráðurinn í fréttum af ástandinu verið um róstur og gripdeildir í höfuðborginni Port au Prince. Einnig hefur skotið upp fréttum um hópa manna sem ganga um með sveðjur og ógna fólki. En á hverju byggir þetta? Ég hef séð eina fréttamynd af mönnum með sveðjur, að öðru leiti virðast þetta vera fréttir byggja á órökstuddum fullyrðingum. Bæði RÚV og Stöð2 hafa haldið áfram að endurtaka þessar fullyrðingar um skálmöld á Haíti þrátt fyrir að íslendingar og aðrir hjálparstarfsmenn á svæðinu beri þessar frétti jafnharðan til baka. Rústabjörgunarhópurinn frá Íslandi hefur hvað eftir annað hrakið þessar fullyrðingar. Íslenski guðfræðineminn sem var á Haíti þegar skjálftinn varð lýsti samstöðu og samhjálp sem væri óhugsandi á íslandi eða í nokkru öðru vestrænu ríki. Fréttamenn á staðnum hafa lýst því hvernig hópar fólks sem björgunarmenn hafa ekki náð til, taka sig saman og skipuleggja sig sjálfir til að bjarga því sem hægt er, oft á tíðum er fólk í hópum að grafa með berum höndum eftir nágrönnum sínum, svæði hafa verið skipulögð af Haíti búum sjálfum þar sem fólk deilir með sér mat (sem er af skornum skammti) og hjálpar hvert öðru (sjá t.d. hér). Samstaða af þessu tagi er nánast óþekkt hjá okkur.

Atriði sem er varla fjallað um í íslenskum fréttum er stigvaxandi gagnrýni á það sem kallað er hernaðarvæðing hjálparstarfsins. Staðan virðist vera sú að Bandarískt herlið hefur tekið yfir stjórn á því sem er kallað að tryggja öryggi. Þetta fellst í því að ákveðin svæði eru skilgreind óörugg og hjálparstarfsmenn fá ekki að fara um þau svæði nema í fylgd vopnaðra hermanna. Fréttir frá þessum svæðum benda til að þessi árátta, að tryggja svokallað öryggi áður en hjálparstarfsmönnum er hleypt að, sé ekki byggð á neinni raunverulegri hættu. Öryggi hjálparstarfsmanna er vissulega fyrsti forgangur þegar hjálparstarf er í gangi en það þurfa að vera einhver efnisleg rök fyrir því að tefja fyrir því að hjálparsveitir komi á ákveðin svæði. Þessi frétt sem inniheldur viðtal við  Evan Lyon læknir á aðal sjúkrahúsinu í  Port au Prince. Hann gagnrýnir öryggisþátt hjálparstarfsins harðlega og bendir á að hann hafi ekki orðið vitni að neinu ofbeldistilfelli og sömu sögu er að segja af fréttamönnum og hjálparstarfsmönnum.

Mörg vandamál skapast í hjálparstarfinu vegna þessa hernaðarbrölts Bandaríkjanna. Tafir vegna þessara "Öryggisráðstafana" hafa kostað óþekktan fjölda mannslífa (líklega tugi þúsunda). Tafir á dreifingu Matar, vatns, og sjúkragögnum hafa valdið þjáningu og dauða tugþúsunda sem eru í gríðarlegri neyð.

En hvað er raunverulega á bak við þessa meintu þörf til að tryggja öryggi ýmissa svæða? Af hverju þarf 10000 bandaríska hermenn ásamt 3500 "friðargæsluliðum" frá sameinuðu þjóðunum? Opinber skýring er sú að það þurfi að tryggja svokallaðan stöðugleika. En hvaða stöðugleika er verið að tala um? Hvaða hagsmuni er verið að verja með öllum þessu herliði. Er hugsanlegt að svarið sé að einhverju leiti að finna í fyrri samskiptum Haíti og Bandaríkjanna? þessi og þessi grein koma inn á atriði sem gætu verið lykill að svari við þessari spurningu.

En hvers vegna er fjölmiðlaumfjöllunin með þeim hætti sem hún er? Af hverju fáum við ekkert að heyra um þá hörðu gagnrýni sem hefur verið á þátt bandarískra stjórnvalda í hjálparstarfinu? Af hverju eru fréttir um ofbeldi á Haíti haldið á lofti þrátt fyrir að engin sem er á svæðinu staðfesti þessar fréttir. Er svarið að einhverju leiti að finna hér? Það er, getur verið að áróður frá Bandarískum fjölmiðlum rati gagnrýnislaust inn í fréttastofur á Íslandi? Ef svo er, þá er stóra spurningin, hvernig stendur á því?

Ég vil hvetja fréttastofur þessa lands til að vera örlýtið gagnrýnni á það sem þær láta frá sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tel það deginum ljósara, eins og þú raunar sýnir vel fram á, að þessar sögur um ofbeldi og róstur eru upptrompaðar lygasögur til að réttlæta hernaðarlega íhlutun, sem snýr fyrst og fremst að því að tryggja hagsmuni fjölþóðafyrirtækja í landinu, auk þess að vernda einhver myrk leyndarmál, sem ekki er vilji til að erlendir fréttamennog hjálparstarfsmenn sjái. Takmarka aðgang að ákveðnum svæðum.  Það sést bestá því að þessi herlið og "friðargæsluliðar lyfta ekki fingri til að hjálpa fólki og ekki er hernaðarmaskínan notuð í byrgðaflutninga og því uum líkt.

Þetta er alger viðbjóður. Hér á Íslandi copy/peista menn fréttum af corporative fjölmiðlum eins og Fox, Reuters og CNN, án þess að leggja nokkra gagnrýna hugsun í. Það er ekki að undra, því það er varla að lærðir blaðamenn starfi á fjölmiðlum lengur, heldur krakkakjánar, sem margir hverjir eru í PR námi.  Þeir sjáþó ekki hvað er á ferðinni.

Þetta er bara eitt af mýmörgum dæmum og það er varla að ég treysti hlutlausri umfjöllun, nema um veðrið. Allar fréttir þjóna huldum markmiðum meira og minna.

Legg til að þú verðir þér út um fjandi góðabók um þessi efni eftir  blaðamanninn Nick Davis, sem heitir Flat earth news. Heimasíðan hans er líka ansi fróðleg, þar sem hann tekur á spunafréttum eftir hendinni og samkvæmt ábendingum lesenda. Þetta er brilljant innsýn í hvernig þetta gengur fyrir sig. Fréttamiðlar eru ekki fréttamiðlar í dag, nema að nafninu til. Þetta eru spunavélar hagsuma, rétt eins og greiningadeildir bankanna voru ekkert annað en spunadeildir þeirra. Það hefur komið illilega í ljós.

Takk fyrir frábæra og umhugsunarverða grein.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er líka vert að hafa í higa, eins og Davies bendir á í bók sinni að hermálaráðuneyti, ríkistjórnir, fyrirtæki og stofnanir matreiða sjálf fréttir ofan í fjölmiðla, í formi tilkynninga, sem síðan fara óbreyttar beint á síður blaða. Fyndnasta dæmi hér, sem þú ættir að kannast við eru reglubundnar féttir og tilkynningar frá Bin Laden.

Þetta er einnig stundað af flokkunum hér og þarf ekki annað en að vita hverjir eru spunameistararnir til að sjá hvað er á ferð. Einar Karl Haraldsson og Hrannar fyrir Samfó m.a.  Svo eru líka allir fræðingarnir á mála flokkanna, sem koma í lange baner í viðtöl hjá RUV. Ef menn skoða vel, þá eru þetta menn frá HR eða Bifröst, sem tala undantekningalítið fyrir Evrópusambandsaðild eða því að voið "stöndum við skuldbindingar okkar" í Icesave. Allt eru þetta flokksmenn og margir þeirra af listum síðustu kosninga. Ótrúleg ósvífni.  Fólk er annars farið að sjá í gegnum þetta, meir og meir. Það verður þó að standa vaktina og minna á þessa hluti.

Eitt gott dæmi, sem þú getur skoðað, eru skoðanakannanir og misjafnar túlkanir þeirra eftir hagsmunum. Fyrirsagnirnar benda oft til allt annarar niðurstöðu en könnunin sjálf, en það er treyst á það að fólk nenni ekki að lesa tölfræðina.  Álrisarnir hér hafa verið flinkir að panta svona kannanir og þá er spurningum hagað þannig að rétt niðurstaða fáist. 

Ein var á þá lund að spurt var: Telur þú að stóriðja sé hagstæð fyrir þjóðfélagið?  Flestir svara auðvitað  já, af því að því er ekki að neita að einhver hagur er aföllum iðnaði, nema hvað.  Niðurstaðan var hinsvegar: 70% styðja fleiri álver! Þetta kom beint ofan í könnun, sem sýndi jafn mikla andstöðu við álver, þar sem spurt var rétt. "Viltu fjölga álverum á Íslandi? 75% sögðu nei.

Þarna sérðu hvernig spilað er á fólk og auðtrú þess. Það hreinlega trúir því ekki að ráðsettar stofnanir leggist svo lágt.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sumir ganga svo langt að halda því fram að það sé verið að hertaka Haíti.

Ef maður les milli linananna í fréttum og þekkir örlítið til fyrri samskipta þessara ríkja er það alls ekkert ótrúlegt. Bandarísk stjórnvöld hafa verið í vandræðum með að halda Haíti búum í skefjum. þessi þjóð, sem á sínum tíma rak herraþjóð sína öfuga aftur til Frakklands, er þrautseig og lætur ílla að stjórn. Þeir hafa hvað eftir annað brotist undan þeirri einka- og alþjóðavæðingu sem USA og alþjóða stofnanir hafa þvingað þá í.

Það var sérstaklega tortryggilegt að Obama kallaði til Clinton og Bush til að ráðfæra sig við.

Því spyr ég, er að renna upp annað tímabil í sögu Haíti þar sem þeir þurfa að búa við Bandarískt setulið?

Ég veit af þessari bók Flat Earth en hef ekki lesið hana ennþá. Verð að bæta úr því.

Annars get ég tekið undir hvert orð sem þú segir. Dæmið um skoðanakannanirnar er mjög áhugavert og líklega mjög dæmigert. Menn ljúga held ég ekki vísvitandi (allavega fæstir). Flestir trúa því að þeir séu að vinna heiðarlega. Þetta held ég að gerist með því að þeir innleiða ákveðið gildismat. Í flestum tilfellum er um að ræða gildismat sem byggir á markaðshyggju.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 22.1.2010 kl. 10:19

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Benidikt,

mjög góð færsla hjá þér og tenglarnir athyglisverðir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.1.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.