Af hverju getur Vilhjálmur Örn ekki svarað einföldum spurningum?

Ég nenni ekki að endurtaka færslu Elle Ericsson en Vilhálmur Örn Vilhjálmsson sá ástæðu til að loka á mig og hana ásamt því að eyða kommentum okkar. Elle setti færslu Vilhjálms inn hjá sér með okkar kommentum inni. Dæmi hver fyrir sig.

Einhverjum kann að þykja myndirnar sem Elle setti inn of hrikalegar (og þær eru skelfilegar). Ég tel aftur á móti að svona myndir eigi að birta. Það að sía út hryllilegar afleiðingar grimmdarverka og stríðsátaka er til þess fallin (og hefur þann tilgang) að koma í veg fyrir andsöðu við þau.

Ég efast um að Vilhjálmur hefði tekið út myndir af limlestum Ísraelskum börnum.

Mitt komment við færslu hans (Shut up, go back to Auschwitz Sem fjallar um meint Gyðingahatur áhafnar Rachel Corrie, komið frá Ísraelska hernum) var

Heldurðu að þessar sendingar frá Ísraelskum yfirvöldum séu jafn trúverðugar fullyrðingar þeirra um að þeir hafi ekki notað white phosphorus á gasa?

Reyndar er mjög athyglisvert í þessu samhengi, að Rachel Corrie var ung Bandarísk stúlka sem Ísraelskur jarðýtustjóri myrti þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að hann jafnaði við jörðu heimili Palenstínskrar fjölskyldu á Gasa.


mbl.is Ísraelsher stöðvar hjálparskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Villi karlinn er sorglegt dæmi um heilaþveginn aula. Hann lokaði á mig fyrir um 2 árum síðan þegar hann skrifaði lygaþvætting sem ég hrakti til baka hjá honum. Hann ætti vel heima í áróðursmálaráðuneyti goeppels hér á árum áður eða bara hjá ísraelsstjórn sem getur ekki haldið lygalausan blaðamannafund undanfarin ár..

Óskar Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 07:04

2 Smámynd: Elle_

Já, það er óskiljanlegt að nokkur maður skuli vilja fela og verja þessar ofbeldissveitir gegn fólki.   Hvað hugsa svona menn?

Elle_, 7.6.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband