Howard Zinn fallinn frá.

Þar sem margir Íslendingar eru nú loksins að vakna til lífsins eftir góðærissvefninn langa. þá er við hæfi að minnast eins ötulasta og öflugasta aðgerðarsinna 20 aldarinnar. Mans sem við getum lært mikið af.

Sagnfræðingurinn og aðgerðarsinnin Howard Zinn féll frá á miðvikudaginn 27. janúar síðastliðinn 87 ára að aldri. Zinn var einn af frumkvöðlunum í baráttunni gegn stríðsrekstri í Víetnam. Árið 1967 gaf hann út bókina Vietnam: The Logic of Withdrawal, sem var fyrsta bókin sem kallaði eftir því að árásum á Víetnam yrði tafarlaust og skilyrðislaust hætt. Zinn var alla tíð í fararbroddi í baráttunni gegn öllum stríðrekstri. Hann talaði alltaf máli þeirra sem ekki hafa rödd í megin straumi umræðunnar,  hann var óhræddur við að gagnrýna valdhafa og ögra viðteknum gildum, enda átti hann ekki upp á pallborðið hjá varðhundum valdsins. Zinn gaf út fjölmargar bækur en frægastur er hann s sjálfsagt fyrir bók sína  "A People's History of the United States: 1492 to present". Sú bók skoðar sögu bandaríkjanna út frá sjónarhorni Indíána, þræla, verkafólks, anarkista, o.s.frv. Þeirra sem sjaldnast fá rödd í umræðunni eða í skólastofum. Bókin gefur alveg nýja sýn á söguna og er vel til þess fallin að víkka sjóndeildarhringinn og hjálpa til við að skoða viðtekin gildi með gagnrýnum augum. Howard Zinn skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla. 

Hér t.d. er hans minnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.