Erlendar skuldir Bandaríkjanna?

Eru skuldir Bandaríkjanna í dollurum, erlendar skuldir?
mbl.is Umræða um erlendar skuldir á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Nú já, ef skuldareigandinn er erlendur. Sú er skilgreiningin.

Birnuson, 20.10.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Er ekki skilgreiningin fólgin í myntinni sem skuldað er í.

Skuldir okkar í krónum eru innlendar skuldir þó erlendir aðilar eigi þær. Það er sem er aðal vandamál okkar, eru skuldir í erlendri mynt.

Bandaríkin skulda í mynt þar sem þeir ráða yfir prentvélunum, það er aðal málið. Fyrir utan það náttúrlega að Bandaríkin hafa þannig stöðu í heiminum að þau get framkvæmt einhliða án samráðs og þess vegna alveg fáránlegt dæmi.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 20.10.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Birnuson

Það getur verið að sumir noti hugtakið í annarri merkingu, en venjulega skilgreiningin er samt sú að erlendar skuldir eru skuldir við aðila sem eiga lögheimili utanlands.

Bandaríkjamenn eru hins vegar í mjög sérstakri stöðu með sína mynt, það er alveg rétt. 

Birnuson, 21.10.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ok kannski er ég að rugla, en þá er þessi umræða dáltið skrítin því vandinn sem við búum við snýst um myntina sem skuldað er í.

Þ.e. vandamál okkar er ekki hverjir eiga skuldirnar heldur að íslenska ríkið getur ekki "prentað" sig út úr vandanum. Tekjur til að greiða af lánum í erlendri mynt þarf að afla með útfluttningi og nú þegar er vaxtakostnaður orðin skuggalega hátt hlutfall af þessum tekjum.

Í öllu falli voru svör Gylfa annsi tortryggileg að mínu viti.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 21.10.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband