17.10.2009 | 02:01
Alþjóðlegur matar dagur, dagur án matar!
A "silent tsunami" of hunger is sweeping the world's most desperate nations
Síðan er liðið meira en ár! Í grein sem birtist í Guardian þann 11. Október síðastliðin segir meðal annars
"There is a silent tsunami [of hunger] gathering. You cannot see or hear it, but it's in all these villages, killing people just as hard. This is the worst food crisis since the 1970s. We will lose a generation. Children will never recover," said Sheeran.
Síðan efnahagskreppan á vesturlöndum skall á fyrir um ári hefur ástandið versnað til muna hjá fátækari ríkjum, bæði vegna þessa að kreppan kemur harðast niður á fátækum ríkjum en einnig vegna þess að framlög til stofnana eins og WFP hafa minkað mikið á sama tíma og verið er að bjarga fjármálgeiranum fyrir margfaldar upphæðir samanborið við neyðarhjálp. Einnig hefur uppskerubrestur valdið miklum vandamálum. Talið er að þeim sem glíma við matarskort hafir fjölgað um 150 milljónir á einu ári.
Efnahagskreppan hefur opinberað enn frekar hræsni og sjálfhverfu vestrænnar valdaelítu sem hefur meiri áhuga á að bjarga fjármálageiranum heldur en að takast á við mestu ógn sem steðjar að mannkyninu um þessar mundir. Samkvæmt WFP býr nú 1/6 hluti mannkyns við matarskort og sá fjöldi fer vaxandi vegna þess að "markaðurinn" hefur leyft matarverði að hækka verulega undanfarin ár og vegna síminnkandi framlaga vestrænna ríkja til neyðarhjálpar. Guardian greininni lýkur á þessum orðum
Aid agencies last night urged rich countries to pledge more. "We are very concerned about the large budget shortfall faced by WFP, which means the programme has to cut the food rations to millions of people who rely on this assistance for their very survival," said Fred Mousseau, Oxfam's humanitarian policy adviser. "This will translate into more child deaths, with more than 16,000 children already dying from hunger-related causes every day."
Oxam samtökin telja að nú þegar deyi 16000 börn á hverjum degi sem rekja megi til vannæringar.
En er hungursneið í heiminum einungis til komin vegna kreppunnar og skorts á matvælahjálp?
Er hugsanlegt að skeytingarleysi vestrænna stjórnvalda gagnvart þessari sívaxandi og skelfilegu ógn stafi því að vandamálið er bein afleyðing af þeirra eigin stefnu og á þeim bænum sé vandamálið einfaldlega ekki talið skipta nægilegu máli til að gera þær breytingar sem þarf. Það er staðreynd að mörg þeirra landa þar sem hungursneið ríkir, t.d. Haíti, hafa frjósama jörð sem gæti auðveldlega fullnægt matarþörf allra. Það er staðreynd að nægur matur er framleiddur til að uppfylla næringarþörf 11.5 milljarða en fjöldi fólks á Jörðinni er á bilinu 6.7 milljarðar. Breytingar sem hafa orðið á landbúnaði í heiminum eru að stórum hluta til vegna stefnu sem hefur verið komið á fyrir tilstuðlan stofnana eins og Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO), Alþjóðabankans og AGS. Stefna sem gerir alþjóða fyrirtækjum kleyft að færa sig milli landa viðnámslítið og hefur að miklu leiti galopnað landamæri þriðjaheimsríkja fyrir fjármagnsflæði. Þessar stofnanir hafa einnig grafið undan réttindum launafólks, hrakið smábændur frá jörðum sínum og minnkað regluverkið sem fyrirtæki þurfa að lúta verulega. þessi hugmyndafræði sem oft er kennd við alþjóðavæðingu og ný-frjálshyggju hefur skert getu þriðja heims ríkja til að sjá fólki þar farborða og sama stefna hefur séð til að sama fólk hefur ekki efni á að kaupa mat.
Í Democracy now þann 14.Október síðastliðin var viðtal við Devinder Sharma um sívaxandi hungursneið í heiminum og orsakir hennar. í upphafi viðtalsins segir Sharma,
Well, lets be, first, very clear. You know, there is no shortage of food in the world. You know, we have about 6.7 billion people on the earth, and we produce food for 11.5 billion people. Theres no shortage. Its only that one part of the world is eating more, and one part of the world is starving. And I think thats a distribution problem, the critical problem that we need to address.
But then, in the process of all this, comes the issue of corporate control over food, the speculation that we see through future trading, which drives the prices high. The corporations make money; the poor people are deprived of food. So we see a kind of a nexus operating here. And as the World Food Program mentioned, you know, that there is a kind of a crisis that we see, number of hungry is multiplying. But I think what they refrain from saying is that it is because of the kind of agriculture that has been pushed into the world, especially now the developing world, that we are faced with the crisis. In fact, the crisis is going to exacerbate in the days to come. And that is my worry, and I think we are not drawing any lesson from where we have gone wrong.
Með öðrum orðum það alþjóðavædda markaðskerfi sem við búum við, gengur fyrst og fremst út á að hámarka gróða fyrirtækja án tillits til þess hvort allir fái mat. Nýjasta útspilið í misnotkuninni á þriðja heiminum sem alþjóðavæðingin leiðir til er það sem kallast " outsourcing food production" eða "global land grab, food pirates". Fyrirbærið felst í því að ríkistjórnir sem hafa næga fjármuni geta leigt eða keypt land í fátækum þriðja heims löndum og framleitt þar mat fyrir eigin þjóðir. Þetta gerist iðulega í löndum þar sem hungur er alvarlegt vandamál. Í viðtalinu við Sharma kemur fram,
You know, let me give you an example. Ethiopia is one country that we always know has issues with starvation and hunger. There are five million people who live in hunger in Ethiopia. And youll be surprised. Eight thousand companies are vying for buying land in Ethiopia, including eighty from India. And the government of Ethiopia has already agreed that of the 2.7 million hectares that it wants to make available to these companies ... Not for Africa, but for, you know, domestic consumptions back home.
Eþíópía er með öðrum orðum eitt af þeim löndum þar sem erlendar ríkistjórnir og fyrirtæki eru að fá til afnota land til að tryggja matvælaöryggi einhvers staðar í Evrópu eða miðausturlöndum. Er hægt að hugsa sér meiri vanvirðingu við fátækt fólk þriðja heimsins þegar það þykir eðlilegt að í landi, þar sem 5 miljónir lifa við hungur, sé ræktanlegt land notað til að tryggja matvælaöryggi hjá fólki sem býr við ofgnótt.
Í fyrirlestri sem Noam Chomsky hélt í New York þann 12. Júní síðastliðin og bar yfirskriftina "Crisis and Hope: Theirs and Ours". Fyrirlesturinn fjallar almennt um heimskreppuna, orsakir afleyðingar og hvernig hagsmunir þeirra valdamestu ganga ávallt fyrir. Mjög áhugavert er að velta fyrir sér hvenær farið var að tala um kreppu á vesturlöndum. þá var ástandið fyrir löngu orðið skelfilegt hjá mörgum þriðja heims ríkjum og hungursneiðin farin að ná nýjum hæðum. Í fyrirlestrinum kemur meðal annars fram,
We might, incidentally, remember that when the British landed in whats now Bangladesh, they were stunned by its wealth and splendor. And it didnt take very long for it to be on its way to become the very symbol of misery, not by an act of God.
Well, the fate of Bangladesh should remind us that the terrible food crisis is not just a result of Western lack of concern. In large part, it results from very definite and clear concerns of the global managers, namely for their own welfare. Its always well to keep in mind a astute observation by Adam Smith about policy formation in England. He recognized that what he called the principal architects of policyin his day, the merchants and manufacturersmake sure that their own interests are most peculiarly attended to, however grievous the impact on others ... His observation, in fact, is one of the few solid and enduring principles of international and domestic affairs well to keep in mind.
Hungursneyðin í heiminum er ekki einungis vegna áhugleysis á vesturlöndum heldur er hún bein afleiðing af því að vestræn stjórnvöld og auðvald huga fyrst og fremst að eigin hagsmunum, óháð því hversu skelfilegar afleiðingarnar kunna að vera fyrir aðra.
Íslendinga eiga að leggja sitt af mörkum og leggja umtalsverðar fjárhæðir í stofnanir eins og WFP til að takast á við það neiarástand sem nú ríkir, en það dugar skammt. Við Íslendingar endum ekki hungur í heiminum, en við getum lagt okkar að mörkum í baráttunni gegn vandamálum þriðja heimsins með því að vera fordæmi og vera að fyrsta Evrópuþjóðin sem setur auðvaldinu stólinn fyrir dyrnar. Við getum tekið upp sjálfbæra efnahagsstefnu sem miðar fyrst og fremst að því að tryggja velferð og öryggi allra sem búa hér. Við getum neitað að sætta okkur við það, að fólk eigi ekki fyrir mat, að fólk missi heimili sín eða hafi ekki aðgang að heilsugæslu. Við getum krafist þess að hagsmunir almennings gangi fyrir svokölluðum fjárhagslegum skuldbindingum. Með því að byggja upp samfélag sem leggur manngildi ofar auðgildi verðum við fordæmi sem aðrir geta fylgt. Ef við tryggjum fyrst hagsmuni þeirra sem minnst mega sín þá erum við að hjálpa meira til í baráttunni við hungur en nokkur matvælaaðstoð sem við getum veitt.