21.1.2010 | 22:30
Áróðurskendur fréttafluttningur af hjálparstarfi á Haiti.
Fréttaflutningur af ástandinu á Haíti, í kjölfar jarðskjálftans, hefur verið í meira lagi vafasamur. Nánast frá degi eitt hefur rauði þráðurinn í fréttum af ástandinu verið um róstur og gripdeildir í höfuðborginni Port au Prince. Einnig hefur skotið upp fréttum um hópa manna sem ganga um með sveðjur og ógna fólki. En á hverju byggir þetta? Ég hef séð eina fréttamynd af mönnum með sveðjur, að öðru leiti virðast þetta vera fréttir byggja á órökstuddum fullyrðingum. Bæði RÚV og Stöð2 hafa haldið áfram að endurtaka þessar fullyrðingar um skálmöld á Haíti þrátt fyrir að íslendingar og aðrir hjálparstarfsmenn á svæðinu beri þessar frétti jafnharðan til baka. Rústabjörgunarhópurinn frá Íslandi hefur hvað eftir annað hrakið þessar fullyrðingar. Íslenski guðfræðineminn sem var á Haíti þegar skjálftinn varð lýsti samstöðu og samhjálp sem væri óhugsandi á íslandi eða í nokkru öðru vestrænu ríki. Fréttamenn á staðnum hafa lýst því hvernig hópar fólks sem björgunarmenn hafa ekki náð til, taka sig saman og skipuleggja sig sjálfir til að bjarga því sem hægt er, oft á tíðum er fólk í hópum að grafa með berum höndum eftir nágrönnum sínum, svæði hafa verið skipulögð af Haíti búum sjálfum þar sem fólk deilir með sér mat (sem er af skornum skammti) og hjálpar hvert öðru (sjá t.d. hér). Samstaða af þessu tagi er nánast óþekkt hjá okkur.
Atriði sem er varla fjallað um í íslenskum fréttum er stigvaxandi gagnrýni á það sem kallað er hernaðarvæðing hjálparstarfsins. Staðan virðist vera sú að Bandarískt herlið hefur tekið yfir stjórn á því sem er kallað að tryggja öryggi. Þetta fellst í því að ákveðin svæði eru skilgreind óörugg og hjálparstarfsmenn fá ekki að fara um þau svæði nema í fylgd vopnaðra hermanna. Fréttir frá þessum svæðum benda til að þessi árátta, að tryggja svokallað öryggi áður en hjálparstarfsmönnum er hleypt að, sé ekki byggð á neinni raunverulegri hættu. Öryggi hjálparstarfsmanna er vissulega fyrsti forgangur þegar hjálparstarf er í gangi en það þurfa að vera einhver efnisleg rök fyrir því að tefja fyrir því að hjálparsveitir komi á ákveðin svæði. Þessi frétt sem inniheldur viðtal við Evan Lyon læknir á aðal sjúkrahúsinu í Port au Prince. Hann gagnrýnir öryggisþátt hjálparstarfsins harðlega og bendir á að hann hafi ekki orðið vitni að neinu ofbeldistilfelli og sömu sögu er að segja af fréttamönnum og hjálparstarfsmönnum.
Mörg vandamál skapast í hjálparstarfinu vegna þessa hernaðarbrölts Bandaríkjanna. Tafir vegna þessara "Öryggisráðstafana" hafa kostað óþekktan fjölda mannslífa (líklega tugi þúsunda). Tafir á dreifingu Matar, vatns, og sjúkragögnum hafa valdið þjáningu og dauða tugþúsunda sem eru í gríðarlegri neyð.
En hvað er raunverulega á bak við þessa meintu þörf til að tryggja öryggi ýmissa svæða? Af hverju þarf 10000 bandaríska hermenn ásamt 3500 "friðargæsluliðum" frá sameinuðu þjóðunum? Opinber skýring er sú að það þurfi að tryggja svokallaðan stöðugleika. En hvaða stöðugleika er verið að tala um? Hvaða hagsmuni er verið að verja með öllum þessu herliði. Er hugsanlegt að svarið sé að einhverju leiti að finna í fyrri samskiptum Haíti og Bandaríkjanna? þessi og þessi grein koma inn á atriði sem gætu verið lykill að svari við þessari spurningu.
En hvers vegna er fjölmiðlaumfjöllunin með þeim hætti sem hún er? Af hverju fáum við ekkert að heyra um þá hörðu gagnrýni sem hefur verið á þátt bandarískra stjórnvalda í hjálparstarfinu? Af hverju eru fréttir um ofbeldi á Haíti haldið á lofti þrátt fyrir að engin sem er á svæðinu staðfesti þessar fréttir. Er svarið að einhverju leiti að finna hér? Það er, getur verið að áróður frá Bandarískum fjölmiðlum rati gagnrýnislaust inn í fréttastofur á Íslandi? Ef svo er, þá er stóra spurningin, hvernig stendur á því?
Ég vil hvetja fréttastofur þessa lands til að vera örlýtið gagnrýnni á það sem þær láta frá sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)