Um Herkví Ísraleskra yfirvalda á Gasa:

Í kommenti Tinnu Gunnarsdóttur við færslu Péturs Guðmundar Ingimarssonar skrifar Tinna meðal annars
Sannleikurinn er sá að það eru einmitt bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín.
Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, og flestar bökunarvörur.
Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.
Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista.
Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru" og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna þér að njóta hennar mikinn skilning?

 

Þessi fína samantekt Tinnu strikar undir megin markmiðin með herkvínni.

Það er nefnilega ekki að stöðva vopnaflutninga heldur að niðurlægja Gasabúa. Kúa þá til undirgefni. Hugsanagangur stjórnvalda í Ísrael er vel lýst t.d. hér í grein eftir Noam chomsky frá 2002 þar sem  vitnað er í orð Moshe Dayan. 

Plans for Palestinians followed the guidelines formulated by Moshe Dayan, one of the Labor leaders more sympathetic to the Palestinian plight. He advised the Cabinet that Israel should make it clear to refugees that "we have no solution, you shall continue to live like dogs, and whoever wishes may leave, and we will see where this process leads." When challenged, he responded by citing Ben-Gurion, who "said that whoever approaches the Zionist problem from a moral aspect is not a Zionist." He could have also cited Chaim Weizmann, who held that the fate of the "several hundred thousand negroes" in the Jewish homeland "is a matter of no consequence."

Þetta ætti að gefa vísbendingu um afstöðu Ísraelskra ráðamanna.

Lokamarkmiðið virðist vera að yfirtaka notæft land palestínumanna og skilja restina eftir sem fangelsi fyrir þá palestínumenn sem ekki hafa hundskast burt.


Lífhætta Ísraelskra hermanna er aukaatriði

Þegar hermenn eða einhverjir vopnaðir menn fremja sjórán eru þeir að sjálfsögðu hræddir um líf sitt. Maður sem fremur vopnað rán er líka hræddur um líf sitt.  Þeir sem gera vopnaða árás á aðra eru hræddir um líf sitt og hafa góða ástæðu til þess. Hvort þeir voru hræddir um líf sitt eða voru í lífshættu, kemur málinu einfaldlega ekki við.

það voru 19 manns myrtir og tugir særðir í sjóráni Ísraelska hersins (ekki fyrsta sjónránið sem þeir fremja). Það er það eina sem skiptir einhverju máli.

Ísrael hefur engan rétt í þessu máli þeir eru að verjast því að skip fari inn á hertekin svæði. þeir hafa engan rétt til að hafa setulið á gasa (eða Vesturbakkanum) og þeir hafa engan rétt til að takmarka skipaflutninga eða aðra flutninga þangað. Þeir hafa ekki rétt til að svelta gasabúa til hlýðni. Ísraelsk stjórnvöld hafa einungis rétt til að fara frá Gaza og borga eins og hægt er fyrir þann skaða sem þeir hafa valdið.


mbl.is Netanyahu: Höfðu lífið að verja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.