Róttæk nýfrjálshyggjuöfl nýta sér kreppuna

Ísland missti mikið efnahagslegt sjálfstæði með fjórfrelsinu (við inngönguna í EES),  og hrunið var einungis hefðbundin afleiðing af frjálsu flæði fjármagns og öðrum "nýfrjálshyggju" stefnumálum sem hafa verið sett í framkvæmd síðustu áratugina.

Skuldsetning landsins ásamt hlýðni við AGS, ESB og alþjóðlegar fjármálastofnanir eru ekki hluti af einhverjum náttúrulögmálum heldur er um að ræða ákvarðanir sem eru teknar til að þjóna ákveðnum hagsmunum (þ.e. fyrst og fremst fjármálaelítunnar). Þessi stefna er ekki skrifuð í stein. "Vinstri" stjórnin hefði getað ákveðið að þjóna hagsmunum almennings í landinu, hún hefði getað afþakkað lán AGS og hún hefði getað ákveðið að rífa ekki niður velferðarkerfið og hún hefði getað byrjað að snúa við stefnunni sem hefur verið fylgt síðustu tvo áratugi. 

Þegar fjármálakreppan á vesturlöndum hófst (og Íslenska fjármálkerfið hrundi í kjölfarið) hefðu vesturlönd getað ákveði að snúa aftur til svipaðra ráðstafana og gert var í Bretton woods eftir seinni heimsstyrjöldina en það var ekki gert. Það var aftur á móti ákveðið að nota tækifærið og brjóta niður það sem eftir stendur af velferðakerfinu í Evrópu og koma í gegn ennþá róttækari "nýfrjálshyggju" stefnu, en hefur verið við lýði hingað til. 

Hér er mjög áhugaverð grein um hvað er í gangi í Evrópu þessa dagana. Ísland er angi af þessu.


Bloggfærslur 11. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband