Um Herkví Ísraleskra yfirvalda á Gasa:

Í kommenti Tinnu Gunnarsdóttur við færslu Péturs Guðmundar Ingimarssonar skrifar Tinna meðal annars
Sannleikurinn er sá að það eru einmitt bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín.
Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, og flestar bökunarvörur.
Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.
Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista.
Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru" og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna þér að njóta hennar mikinn skilning?

 

Þessi fína samantekt Tinnu strikar undir megin markmiðin með herkvínni.

Það er nefnilega ekki að stöðva vopnaflutninga heldur að niðurlægja Gasabúa. Kúa þá til undirgefni. Hugsanagangur stjórnvalda í Ísrael er vel lýst t.d. hér í grein eftir Noam chomsky frá 2002 þar sem  vitnað er í orð Moshe Dayan. 

Plans for Palestinians followed the guidelines formulated by Moshe Dayan, one of the Labor leaders more sympathetic to the Palestinian plight. He advised the Cabinet that Israel should make it clear to refugees that "we have no solution, you shall continue to live like dogs, and whoever wishes may leave, and we will see where this process leads." When challenged, he responded by citing Ben-Gurion, who "said that whoever approaches the Zionist problem from a moral aspect is not a Zionist." He could have also cited Chaim Weizmann, who held that the fate of the "several hundred thousand negroes" in the Jewish homeland "is a matter of no consequence."

Þetta ætti að gefa vísbendingu um afstöðu Ísraelskra ráðamanna.

Lokamarkmiðið virðist vera að yfirtaka notæft land palestínumanna og skilja restina eftir sem fangelsi fyrir þá palestínumenn sem ekki hafa hundskast burt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ísrael er sori lýðræðisins

Óskar Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 17:51

2 identicon

Halló gott fólk

þið ættuð að athuga þetta hér, sjá :

 

Hidden Flotilla tapes have been smuggled out of Israel  http://www.youtube.com/watch?v=3Fv4d73UX0I&playnext_from=TL&videos=j_myV0HzDLA&feature=sub

 

*PROOF israel attacked and KILLED BEFORE they boarded Freedom Flotilla  http://www.youtube.com/watch?v=vR_JCk2qwCo

 

Gaza aid activist aboard Flotilla: Israeli ships fired before boarding

http://www.youtube.com/watch?v=k1sH_RE4CY0

 "..Haneen Zuabi, who's a member of the Israeli parliament was among those captured onboard of Gaza-bound ships. She's since been released and has spoken to RT about what she had witnessed.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 20:21

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Þorsteinn

Takk fyrir innlitið og linkana bendi þér til viðbótar á democracy now. Það eru þarna viðtöl við nokkra farðega á skipinu einnig er rifjuð upp árásin á USS liberty.  Ég á eftir að horfa sjálfur en Amy er alltaf góð þannig ég þori að mæla með henni óséð.

kveðja

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 4.6.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband