2.6.2010 | 22:20
Persónukjör á ekki eftir að breyta neinu.
Ég held persónulega að mikilvægast sé að taka peninga og auglýsingar út úr jöfnunni. Það hvaða persónur eru valdar er ekki aðal atriðið. Umræðan og umhverfið sem stjórnmálinn eru í taka völdin af fólki með einstaka undantekningum.
Hvað prófkjör varðar, þá hafa VG ágætis kerfi sem hægt væri að þróa áfram. Það þarf reyndar að sníða ýmsa agnúa af því en þeirra fyrirkomulag getur vel verið grunnur. Allavega getur fólk komist þar inn án teljandi fjárútláta.
Hitt atriðið sem hefur reyndar ekki verið mikið í umræðunni, en ég tel að verði að skoða, er markaðssetning frambjóðenda. Það lýtur meira að kosningunum sjálfum frekar en uppröðuninni á lista. Reyndar fylgir prófkjörum D, S og B gríðarleg markaðssetning, myndir af frambjóðendum með sólskinsbros á vör ásamt tilheyrandi innihaldslausum frösum. Frambjóðendurnir sjálfir umkringja sig svo já fólki sem kemur í veg fyrir alla rökræðu.
Kerfið í heild er hannað til að það sé hægt að stjórna umræðunni með auglýsingum og upphrópunum. Það er kerfisbundið komið í veg fyrir að alvöru rökræður geti átt sér stað. Ferlið allt er í farvegi sem er stjórnað af almannatengsla fyrirtækjum. Þannig má koma í veg fyrir að viðkvæm mál komist inn í umræðuna. Það var til dæmis sláandi hvernig málefni OR voru ekki á dagskrá kosninganna í miðju einkavæðingarferli HS orku.
Á meðan kosningar snúast fyrst og fremst markaðssetningu innihaldslausra frasa er ekki von á því að neitt breytist. Málefni sem skipta okkur einhverju máli þurfa að komast á dagskrá og þau þarf að rökræða með vitrænum hætti án þess að PR fólk fái að stjórna umræðunni. Þetta held ég að skipti miklu meira máli en persónukjör.Segir persónukjör stranda á konum í VG og Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.