Róttæk nýfrjálshyggjuöfl nýta sér kreppuna

Ísland missti mikið efnahagslegt sjálfstæði með fjórfrelsinu (við inngönguna í EES),  og hrunið var einungis hefðbundin afleiðing af frjálsu flæði fjármagns og öðrum "nýfrjálshyggju" stefnumálum sem hafa verið sett í framkvæmd síðustu áratugina.

Skuldsetning landsins ásamt hlýðni við AGS, ESB og alþjóðlegar fjármálastofnanir eru ekki hluti af einhverjum náttúrulögmálum heldur er um að ræða ákvarðanir sem eru teknar til að þjóna ákveðnum hagsmunum (þ.e. fyrst og fremst fjármálaelítunnar). Þessi stefna er ekki skrifuð í stein. "Vinstri" stjórnin hefði getað ákveðið að þjóna hagsmunum almennings í landinu, hún hefði getað afþakkað lán AGS og hún hefði getað ákveðið að rífa ekki niður velferðarkerfið og hún hefði getað byrjað að snúa við stefnunni sem hefur verið fylgt síðustu tvo áratugi. 

Þegar fjármálakreppan á vesturlöndum hófst (og Íslenska fjármálkerfið hrundi í kjölfarið) hefðu vesturlönd getað ákveði að snúa aftur til svipaðra ráðstafana og gert var í Bretton woods eftir seinni heimsstyrjöldina en það var ekki gert. Það var aftur á móti ákveðið að nota tækifærið og brjóta niður það sem eftir stendur af velferðakerfinu í Evrópu og koma í gegn ennþá róttækari "nýfrjálshyggju" stefnu, en hefur verið við lýði hingað til. 

Hér er mjög áhugaverð grein um hvað er í gangi í Evrópu þessa dagana. Ísland er angi af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta efnahagslega sjálfstæði sem þú talar um að ísland missti.. var það útflutningshöftin, innflutningshöftin og gengisfellingar á nokkura mánaða fresti sem við mistum ?mesti upgangstími íslandsögunnar eftir seinna stríð var einmitt eftir inngönguna í EES.. en Dabbi og có stútuðu .þeim árangri með glæsibrag með einkavinavæðingunni í boði sjalfstæðisframsóknarflokksins.. 

Óskar Þorkelsson, 11.7.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Elle_

Já, hin svokallaða vinstri stjórn hefði getað haft hag almennings í landinu í 1. sæti, en nei, þau vildu helstefnulán AGS og kusu að fara að skipunum þeirra.  Hækka skatta á almúgann sem á enga peninga og tæta niður velferðarkerfið eins og það leggur sig nánast.  Loksins fengu þau almennilegt tækifæri til að hækka skatta og hækka aftur skatta.  Og hvert fara svo allir skattpeningarnir nema í einkabankana og EU-fáráðið og Icesave-nauðungina?  Og hvert fara eigur almúgans eftir að honum hefur verið kastað út úr húsunum?  Góður pistill, Benedikt.

Elle_, 11.7.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Takk Elle. Mig minnir að 1/5 af útgjöldum ríkissjóðs fari í vaxtagreiðslur eitthvað um 100 milljarðar á ári. gott að vita að skattfénu er vel varið :-(

Óskar: þetta er samfylkingarsvar. Stefán ólafsson hefur bent á að mesti hagvöxtur í íslandsögunni er alls ekki á tímabilinu 1995-2005 (innan þessa tímabils var mestur hagvöxtur 2004 og 2005 vegna stóriðju og hafði ekkert með EES að gera).

Reyndar er þetta tímabil ekkert sérlega blómlegt í sögulegu samhengi.   Mun meiri  hagvöxtur var á tímabilin 1953-1955 og 1962-1966. árið 1980 var ísland komið í hóp 10-12 ríkustu þjóða heims. en við stríðslok vorum við fátæk þjóð. þessi fullyrðing þín er því úr lausu lofti gripin.

Hagvöxtur segir reyndar ekki nema litla sögu og getur verið villandi mælikvarði en ef horft er á ísenskt samfélag í heild er nokkuð ljóst að um 1980 erum við búinn að rífa okkur upp úr sárri fátækt í öflugt velferðarsamfélag. Hvað velferðarsamfélagið varðar höfum við staðið í stað og jafnvel hnignað síðan 1995. Ójöfnuður hefur t.d vaxið gríðarlega á þessu tímabili.

þessi fullyrðing þín Óskar um mesta uppgangstíma íslandssögunnar heldur því ekki vatni.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 11.7.2010 kl. 22:04

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já ok.. svo haftatímabilið var framgangsríkara.. gott að vita það :)

Óskar Þorkelsson, 12.7.2010 kl. 03:38

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Óskar Þorkelsson höft hafa trúlega aldrei verið eins sláandi og þau eru í dag og hafa verið undanfarna áratugi.

Í dag er staðan þannig að ekki er hægt að kaupa trillu og veiða sér í soðið nema greiða gjald til þeirra sem hafa fiskinn í gíslingu. 

Gjaldeyrishöft eru vel á minnst afleiðing nýfrjálshyggjunar sem samfylkingin fylgir af miklum trúnaði.

Einokun á matvælamarkiði. 

Tilburðiðr til þess að koma vatni á hendur fárra.

Íslandspóstur heldur venjulega pökkum sem sendir eru frá útlöndum í gíslingu þangað til móttakandi fer og greiðir lausnargjald.

Svo má lengi telja

Takk fyrir ágætan pistil Benedikt. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2010 kl. 14:40

6 Smámynd: Elle_

Mér fannst þetta sterkt frá Jakobínu sem oftar.  Já, hvað með Íslandspóst??  Hvaða skrattans leyfi hafa þeir til að rukka okkur offjár og langt umfram andvirði innihalds pakka og póstburðargjalds að utan samanlagt???  Það er vægast sagt ÓEÐLEGT og ÓGEÐSLEGT.

Elle_, 17.7.2010 kl. 01:03

7 Smámynd: Elle_

ÓEÐLILEGT.

Elle_, 17.7.2010 kl. 01:04

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott að koma heim frá danmörku með fullan bíl af rauðvíni og fleski.. 25 - 35 kr flaskan :) mikið lifandis skelfing er ódýrt í ESB

Óskar Þorkelsson, 18.7.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband