Kosningar snúast um markaðssetningu ekki lýðræði!

Kosningar eru  fyrst og fremst markaðssetningar herferð þar sem frambjóðendur eru leigðir/keyptir og markaðssettir.  það eru afskaplega fáir sem geta markaðssett sig án þess að selja sig einhverjum sem hafa fjármagn. það eru svo sem undantekningar en ekki margar.

þetta snjalla kerfi tryggir að fólk sem fer inn á þing er bundið þeim sem keyptu þá. Maður alltaf skuldbundin þeim sem greiddi, ekki þeim sem kaus. kerfið sér til þess að kosningar hafa nánast ekkert með lýðræði að gera heldur er einhvers konar sölutorg.  

Ef kosningar snérust um lýðræði væri ekki um kosningabaráttu að ræða heldur rökræður um það hvernig á að halda á hinum ýmsu málum í samfélaginu. Alvöru rökræður um mikilvæg mál, en ekki bara innihaldslaus loforð og yfirboð til að kaupa atkvæði.

mikilvægum málum er hins vegar kerfisbundið haldið utan við umræðuna. AGS prógrammið hefur aldrei verið rökrætt. niðurskurður í velferðarkerfinu hefur aldrei verið rökræddur.  Ef á Íslandi væri lýðræði hefði það verið rökrætt hvort við ættum skerum niður velferðakerfið eða að þvinga lánadrottna til að gefa eftir eithvað af kröfum sínum. En þetta eru of mikilvæg mál til að þau séu rædd á opinberum vettvangi.  Raunar sást það vel eftir að stjórnvöld voru þvinguð til að leggja Icesave fyrir þjóðina hversu megna fyrirlitningu valdhafar hafa á lýðræði. Talsmenn elítunnar hafa sett það mjög skýrt fram að mikilvæg mál séu ekki á færi skílsins að fjalla um. Og þeir fengu meira að segja hjálp frá honum Úffe Eleman Jensen því það lá svo mikið við.

Það væri mjög áhugavert að fá þetta inn í dómsali sem meiðyrðamál. því að kæmi vel í ljós hvert vihorfið þar væri til lýðræðis.

Eru kosningar markaðsetning? þá eru ummæli Björns Vals klár meiðyrði. 

Eru kosningar lýðræðislegt fyrirbæri? þá eru ummæli Björns klárlega rétt. því út frá lýðræðislegu sjónarhorni eru þessir "styrkir" ekkert annað en mútugreiðslur.

Það má til gamans geta að Obama fékk markaðssetningar verðlaun fyrir árið 2008. Hann þótti nefnilega best markaðssetta varan það ár. áhugavert sjónarhorn á okkar svokallaða lýðræði.


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.