Snýst gjaldeyrisvaraforðinn ekki um jöklabréfin?

Eru ekki 5.2 milljarðar  Bandaríkjadollara nokkurn vegin það sem þarf til að halda uppi genginu meðan Jöklabréfin fara úr landi?

Jöklabréfin minnir mig að hafi verið milli 4 og 5 milljarða dollara.


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú einmitt, það á að beila út jöklabréfsegiendur, erlenda og íslenska.

Dísa (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri skynsamlegt að fara sér hægt í lausn jöklabréfa því dollarinn er byrjaður að falla og mun halda því áfram í vetur, það sem gerist þá er að gengi ISK hækkar vegna þess að dollarar verða ódýrari en USD vegur um 10% af vísitölunni. Pundið hefur líka verið að síga, og ef þetta heldur áfram þá er ólíklegt að Evran standi það af sér án einverrar lækkunar. Á næsta ári gætu því skapast kjöraðstæður fyrir íslenskt efnahagslíf að hreinsa út leifarnar af hruninu, en aðeins ef rétt er staðið að málum. Þar á meðal að hafna frekari erlendum lántökum, við eigum að reyna að lækka skuldir en ekki auka þær.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Já það er merkilegt hvað menn eru sólgnir í að skuldsetja okkur meira en komið er. Mér finnst þetta orðið meira en gott.

100  milljarðar í vexti, í ár og svipað á næsta ári. Ég held reyndar að vextirnir af Icesave séu ekki inn í þessu. Sem þíðir í raun c.a. 140 millljarðar í vexti 2009 - 2010 (80 milljarðar bætast bara við höfuðstólinn á Icesave!) og fer vaxandi. Ég veit reyndar ekki hve mikill hluti af 100 milljörðunum eru vegna erlendra skulda.  En það er lykilatriði. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 7.10.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband