Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kosningar snúast um markaðssetningu ekki lýðræði!

Kosningar eru  fyrst og fremst markaðssetningar herferð þar sem frambjóðendur eru leigðir/keyptir og markaðssettir.  það eru afskaplega fáir sem geta markaðssett sig án þess að selja sig einhverjum sem hafa fjármagn. það eru svo sem undantekningar en ekki margar.

þetta snjalla kerfi tryggir að fólk sem fer inn á þing er bundið þeim sem keyptu þá. Maður alltaf skuldbundin þeim sem greiddi, ekki þeim sem kaus. kerfið sér til þess að kosningar hafa nánast ekkert með lýðræði að gera heldur er einhvers konar sölutorg.  

Ef kosningar snérust um lýðræði væri ekki um kosningabaráttu að ræða heldur rökræður um það hvernig á að halda á hinum ýmsu málum í samfélaginu. Alvöru rökræður um mikilvæg mál, en ekki bara innihaldslaus loforð og yfirboð til að kaupa atkvæði.

mikilvægum málum er hins vegar kerfisbundið haldið utan við umræðuna. AGS prógrammið hefur aldrei verið rökrætt. niðurskurður í velferðarkerfinu hefur aldrei verið rökræddur.  Ef á Íslandi væri lýðræði hefði það verið rökrætt hvort við ættum skerum niður velferðakerfið eða að þvinga lánadrottna til að gefa eftir eithvað af kröfum sínum. En þetta eru of mikilvæg mál til að þau séu rædd á opinberum vettvangi.  Raunar sást það vel eftir að stjórnvöld voru þvinguð til að leggja Icesave fyrir þjóðina hversu megna fyrirlitningu valdhafar hafa á lýðræði. Talsmenn elítunnar hafa sett það mjög skýrt fram að mikilvæg mál séu ekki á færi skílsins að fjalla um. Og þeir fengu meira að segja hjálp frá honum Úffe Eleman Jensen því það lá svo mikið við.

Það væri mjög áhugavert að fá þetta inn í dómsali sem meiðyrðamál. því að kæmi vel í ljós hvert vihorfið þar væri til lýðræðis.

Eru kosningar markaðsetning? þá eru ummæli Björns Vals klár meiðyrði. 

Eru kosningar lýðræðislegt fyrirbæri? þá eru ummæli Björns klárlega rétt. því út frá lýðræðislegu sjónarhorni eru þessir "styrkir" ekkert annað en mútugreiðslur.

Það má til gamans geta að Obama fékk markaðssetningar verðlaun fyrir árið 2008. Hann þótti nefnilega best markaðssetta varan það ár. áhugavert sjónarhorn á okkar svokallaða lýðræði.


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave; enn einu sinni

Ég setti þetta koment inn við grein Evu Joily um afstöðu mína til Icesave. Best að setja hana hér inn líka.

fyrsti hlutinn er tilvitnun í annað komment tengt greininni.

"Iceland -- quite happy to benefit from the cheap borrowing and securities afforded by EU affiliation when the going's good. Unwilling to follow the rules they signed up to when things go wrong."

Mitt svar:

This assumption is wrong. When you talk about a nation you will have to keep in mind that it is not a uniform body. Very few benefited from the neo-liberal policies enabling cheap foreign borrowing.
And what securities were afforded by EU affilition?

The last 2 decades, Iceland has changed from relatively egalitarian society to a society run by (as Chomsky puts it) unaccountable tiranies. inequality has increased dramatically, housing bubble forced families to go deeper into dept in order to by a home (not that cheap borrowing by the way and renting was hardly an option due to government policies ). In short, these last two decades have evolved in a quite typical fashion in terms of outcome from freeing of capital movement , privatising and so on (typical neo-liberal policies). The reason these policies have not hit the general population (until now!) as hard as in many other places. is that Iceland was fully developed welfare state, with relatively rich population, when these policies began to get implemented around 2 decades ago (starting by forcing the population, without asking, into the EEA). But the effect of these policies are becoming quite apparent in Iceland now.

I do admit that the Icelandic financial- and business-community behaved criminally with the support of our "democratically " elected (bought) government. By not resisting this development we do bare heavy responsibility.

The question is how we take on this responsibility. Will we do that by playing by the rules of this corrupted unsustainable global financial system.

Or should we bare that responsibility by being in the forefront of fighting back. should we take the first hit by saying no more. hopefully making the inevitable path for Ireland, Portugal, Greece, Spain ..., a little bit easier.

We should bare in mind that braking the rules of the global system can have consequence. And saying no tomorrow might be quite damaging for Iceland's short term economic interests. Same goes for Ireland if it refuses to take on the dept of their banking system. actually, the same goes for all these nations. If the financial system can pick on one of us at a time they can easily crush us all. but if we all say no they don't stand a chance. One thing is sure, nothing will change until we change it.

If the meddlesome outsiders (the general population) in all of Europe raise there heads together and protest, bailing out the banks and the monstrous austery programs that follow, we might be able to change policies.

So I think Eva Joly is right.
I will say no tomorrow and the Irish, the Portuguese and all the rest should take it to the street and scream no to the bailouts of their banking system.


Róttæk nýfrjálshyggjuöfl nýta sér kreppuna

Ísland missti mikið efnahagslegt sjálfstæði með fjórfrelsinu (við inngönguna í EES),  og hrunið var einungis hefðbundin afleiðing af frjálsu flæði fjármagns og öðrum "nýfrjálshyggju" stefnumálum sem hafa verið sett í framkvæmd síðustu áratugina.

Skuldsetning landsins ásamt hlýðni við AGS, ESB og alþjóðlegar fjármálastofnanir eru ekki hluti af einhverjum náttúrulögmálum heldur er um að ræða ákvarðanir sem eru teknar til að þjóna ákveðnum hagsmunum (þ.e. fyrst og fremst fjármálaelítunnar). Þessi stefna er ekki skrifuð í stein. "Vinstri" stjórnin hefði getað ákveðið að þjóna hagsmunum almennings í landinu, hún hefði getað afþakkað lán AGS og hún hefði getað ákveðið að rífa ekki niður velferðarkerfið og hún hefði getað byrjað að snúa við stefnunni sem hefur verið fylgt síðustu tvo áratugi. 

Þegar fjármálakreppan á vesturlöndum hófst (og Íslenska fjármálkerfið hrundi í kjölfarið) hefðu vesturlönd getað ákveði að snúa aftur til svipaðra ráðstafana og gert var í Bretton woods eftir seinni heimsstyrjöldina en það var ekki gert. Það var aftur á móti ákveðið að nota tækifærið og brjóta niður það sem eftir stendur af velferðakerfinu í Evrópu og koma í gegn ennþá róttækari "nýfrjálshyggju" stefnu, en hefur verið við lýði hingað til. 

Hér er mjög áhugaverð grein um hvað er í gangi í Evrópu þessa dagana. Ísland er angi af þessu.


Áfram heimavarnarliðið!

Mótmæli gegn útburði virka. Eftir mótmæli gegn útburði á fatlaðri konu í Bronx, gaf Bank of America eftir og hætti við útburðinn

Af hverju getur Vilhjálmur Örn ekki svarað einföldum spurningum?

Ég nenni ekki að endurtaka færslu Elle Ericsson en Vilhálmur Örn Vilhjálmsson sá ástæðu til að loka á mig og hana ásamt því að eyða kommentum okkar. Elle setti færslu Vilhjálms inn hjá sér með okkar kommentum inni. Dæmi hver fyrir sig.

Einhverjum kann að þykja myndirnar sem Elle setti inn of hrikalegar (og þær eru skelfilegar). Ég tel aftur á móti að svona myndir eigi að birta. Það að sía út hryllilegar afleiðingar grimmdarverka og stríðsátaka er til þess fallin (og hefur þann tilgang) að koma í veg fyrir andsöðu við þau.

Ég efast um að Vilhjálmur hefði tekið út myndir af limlestum Ísraelskum börnum.

Mitt komment við færslu hans (Shut up, go back to Auschwitz Sem fjallar um meint Gyðingahatur áhafnar Rachel Corrie, komið frá Ísraelska hernum) var

Heldurðu að þessar sendingar frá Ísraelskum yfirvöldum séu jafn trúverðugar fullyrðingar þeirra um að þeir hafi ekki notað white phosphorus á gasa?

Reyndar er mjög athyglisvert í þessu samhengi, að Rachel Corrie var ung Bandarísk stúlka sem Ísraelskur jarðýtustjóri myrti þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að hann jafnaði við jörðu heimili Palenstínskrar fjölskyldu á Gasa.


mbl.is Ísraelsher stöðvar hjálparskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónukjör á ekki eftir að breyta neinu.

Ég held persónulega að mikilvægast sé að taka peninga og auglýsingar út úr jöfnunni. Það hvaða persónur eru valdar er ekki aðal atriðið. Umræðan og umhverfið sem stjórnmálinn eru í taka völdin af fólki með einstaka undantekningum.

Hvað prófkjör varðar, þá hafa VG ágætis kerfi sem hægt væri að þróa áfram. Það þarf reyndar að sníða ýmsa agnúa af  því en þeirra fyrirkomulag getur vel verið grunnur. Allavega getur fólk komist þar inn án teljandi fjárútláta. 

Hitt atriðið sem hefur reyndar ekki verið mikið í umræðunni, en ég tel að verði að skoða,  er markaðssetning frambjóðenda. Það lýtur meira að kosningunum sjálfum frekar en uppröðuninni á lista. Reyndar fylgir  prófkjörum D, S og B gríðarleg markaðssetning, myndir af frambjóðendum með sólskinsbros á vör ásamt tilheyrandi innihaldslausum frösum. Frambjóðendurnir sjálfir umkringja sig svo já fólki sem kemur í veg fyrir alla rökræðu.

Kerfið í heild er hannað til að það sé hægt að stjórna umræðunni með auglýsingum og upphrópunum. Það er kerfisbundið komið í veg fyrir að alvöru rökræður geti átt sér stað. Ferlið allt er í farvegi sem er stjórnað af almannatengsla fyrirtækjum.  Þannig má koma í veg fyrir að viðkvæm mál komist inn í umræðuna. Það var til dæmis sláandi hvernig málefni OR voru ekki á dagskrá kosninganna í miðju einkavæðingarferli HS orku. 

Á meðan kosningar snúast fyrst og fremst markaðssetningu innihaldslausra frasa er ekki von á því að neitt breytist. Málefni sem skipta okkur einhverju máli þurfa að komast á dagskrá og þau þarf að rökræða með vitrænum hætti án þess að PR fólk fái að stjórna umræðunni. Þetta held ég að skipti miklu meira máli en persónukjör.
mbl.is Segir persónukjör stranda á konum í VG og Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Herkví Ísraleskra yfirvalda á Gasa:

Í kommenti Tinnu Gunnarsdóttur við færslu Péturs Guðmundar Ingimarssonar skrifar Tinna meðal annars
Sannleikurinn er sá að það eru einmitt bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín.
Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, og flestar bökunarvörur.
Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.
Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista.
Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru" og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna þér að njóta hennar mikinn skilning?

 

Þessi fína samantekt Tinnu strikar undir megin markmiðin með herkvínni.

Það er nefnilega ekki að stöðva vopnaflutninga heldur að niðurlægja Gasabúa. Kúa þá til undirgefni. Hugsanagangur stjórnvalda í Ísrael er vel lýst t.d. hér í grein eftir Noam chomsky frá 2002 þar sem  vitnað er í orð Moshe Dayan. 

Plans for Palestinians followed the guidelines formulated by Moshe Dayan, one of the Labor leaders more sympathetic to the Palestinian plight. He advised the Cabinet that Israel should make it clear to refugees that "we have no solution, you shall continue to live like dogs, and whoever wishes may leave, and we will see where this process leads." When challenged, he responded by citing Ben-Gurion, who "said that whoever approaches the Zionist problem from a moral aspect is not a Zionist." He could have also cited Chaim Weizmann, who held that the fate of the "several hundred thousand negroes" in the Jewish homeland "is a matter of no consequence."

Þetta ætti að gefa vísbendingu um afstöðu Ísraelskra ráðamanna.

Lokamarkmiðið virðist vera að yfirtaka notæft land palestínumanna og skilja restina eftir sem fangelsi fyrir þá palestínumenn sem ekki hafa hundskast burt.


Lífhætta Ísraelskra hermanna er aukaatriði

Þegar hermenn eða einhverjir vopnaðir menn fremja sjórán eru þeir að sjálfsögðu hræddir um líf sitt. Maður sem fremur vopnað rán er líka hræddur um líf sitt.  Þeir sem gera vopnaða árás á aðra eru hræddir um líf sitt og hafa góða ástæðu til þess. Hvort þeir voru hræddir um líf sitt eða voru í lífshættu, kemur málinu einfaldlega ekki við.

það voru 19 manns myrtir og tugir særðir í sjóráni Ísraelska hersins (ekki fyrsta sjónránið sem þeir fremja). Það er það eina sem skiptir einhverju máli.

Ísrael hefur engan rétt í þessu máli þeir eru að verjast því að skip fari inn á hertekin svæði. þeir hafa engan rétt til að hafa setulið á gasa (eða Vesturbakkanum) og þeir hafa engan rétt til að takmarka skipaflutninga eða aðra flutninga þangað. Þeir hafa ekki rétt til að svelta gasabúa til hlýðni. Ísraelsk stjórnvöld hafa einungis rétt til að fara frá Gaza og borga eins og hægt er fyrir þann skaða sem þeir hafa valdið.


mbl.is Netanyahu: Höfðu lífið að verja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um Haíti.

Hér er góð grein um Bandarísk áhrif á Haíti (Hounduras og almennt S. Ameríku).  Það er ærin ástæða til að vera tortryggin í garð "hjálparstarfs" Bandarískra stjórnvalda á Haíti.

Howard Zinn fallinn frá.

Þar sem margir Íslendingar eru nú loksins að vakna til lífsins eftir góðærissvefninn langa. þá er við hæfi að minnast eins ötulasta og öflugasta aðgerðarsinna 20 aldarinnar. Mans sem við getum lært mikið af.

Sagnfræðingurinn og aðgerðarsinnin Howard Zinn féll frá á miðvikudaginn 27. janúar síðastliðinn 87 ára að aldri. Zinn var einn af frumkvöðlunum í baráttunni gegn stríðsrekstri í Víetnam. Árið 1967 gaf hann út bókina Vietnam: The Logic of Withdrawal, sem var fyrsta bókin sem kallaði eftir því að árásum á Víetnam yrði tafarlaust og skilyrðislaust hætt. Zinn var alla tíð í fararbroddi í baráttunni gegn öllum stríðrekstri. Hann talaði alltaf máli þeirra sem ekki hafa rödd í megin straumi umræðunnar,  hann var óhræddur við að gagnrýna valdhafa og ögra viðteknum gildum, enda átti hann ekki upp á pallborðið hjá varðhundum valdsins. Zinn gaf út fjölmargar bækur en frægastur er hann s sjálfsagt fyrir bók sína  "A People's History of the United States: 1492 to present". Sú bók skoðar sögu bandaríkjanna út frá sjónarhorni Indíána, þræla, verkafólks, anarkista, o.s.frv. Þeirra sem sjaldnast fá rödd í umræðunni eða í skólastofum. Bókin gefur alveg nýja sýn á söguna og er vel til þess fallin að víkka sjóndeildarhringinn og hjálpa til við að skoða viðtekin gildi með gagnrýnum augum. Howard Zinn skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla. 

Hér t.d. er hans minnst.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.