Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Maður friðarins?

Ætli hann fái verðlaunin fyrir aukin stríðrekstur í Afganistan?

eða kannski árásir á Pakistan?

Gæti verið fyrir að hóta Írönum.


mbl.is Undrandi og auðmjúkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefur AGS út pólitískt litaðar efnahagsspár?

þessi  skýrsla Center for policy economic and recearch fjallar um efnahagsspár AGS í Argentínu og Venezuela.

The International Monetary Fund’s projections for Gross Domestic Product (GDP) growth in Argentina since 1999, and in Venezuela since 2003, contain a pattern of large errors that raises serious questions about the objectivity of these estimates. In Argentina, the IMF overestimated GDP growth for 2000, 2001, and 2002 by 2.3, 8.1, and 13.5 percentage points respectively. (See Table 1.) These were projections published in the IMF's September World Economic Outlook (WEO) of each preceding year; other IMF projections for Argentina during this period were also off target, in the same direction.

Er stofnun eins og AGS pólitískt hlutdræg þegar kemur að mati á efnahagshorfum?


Það hafði góð áhrif á efnahag Argentínu að losa sig við AGS

Þessi skýrsla fjallar um efnahagsþróunn í Argentínu síðan 2001 þegar að ríkisjóður Argentínu komst í greiðsluþrot. Í inngangi segir;

Argentina’s current economic expansion is now more than five and a half years old, and has far exceeded the expectations of most econom...ists and the business media. Despite a record sovereign debt default of $100 billion in December 2001 and a financial collapse, the economy began growing just three months after the default and has enjoyed uninterrupted growth since then. The country's GDP during this period has grown by more than 50 percent, making Argentina the fastest growing economy in the western hemisphere during this time. In the process, more than 11 million people, in a country of 39 million, have been pulled back onto the positive side of the poverty line. Furthermore, this recovery was accomplished without any help from the international financial institutions (IFIs) that had (led by the International Monetary Fund) – provided tens of billions of dollars in loans prior to the collapse; and with the use of unorthodox

Getum við ekki lært eithvað af þessu?


Gegnsæi

Góð umfjöllun í speglinum um gegnsæi í umræðunni.

Eru örlög venjulegs fólks falinn í orðskrúði sérfræðinga?


Snýst gjaldeyrisvaraforðinn ekki um jöklabréfin?

Eru ekki 5.2 milljarðar  Bandaríkjadollara nokkurn vegin það sem þarf til að halda uppi genginu meðan Jöklabréfin fara úr landi?

Jöklabréfin minnir mig að hafi verið milli 4 og 5 milljarða dollara.


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki Þjóðin sem er í gíslingu Jóhönnu og Steingríms?

Gunnar Helgi  Kristinsson "stjórnmálafræðingur" sagði í fréttum rúv að stjórnin væri í raun fallin og að ástæða þess væri að Ögmundur Jónason og nokkrir aðrir þingmenn héldu stjórninni í gíslingu.

Um afsögn Ögmundar sem Heilbrigðisráðherra er haft eftir Gunnari;

Gunnar Helgi segir að þetta geti ekki gengið. Ögmundur hafi leikið djarft þegar hann sagði af sér. En þar með hafi hann hugsanlega vonast til þess að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Hann þurfi ekki nema tvo til viðbótar til þess að ná því en virðist hafa fleiri.

Hvernig Getur einn maður (eða tveir, eða þrír, ...) haldið stjórninni í Gíslingu með því að fara að sannfæringu sinni?

Rökin fyrir þessari fullyrðingu virðast vera á þann veg að formenn flokkana fari með ákvörðunarvaldið í ríkistjórninni, og aðrir ráðherrar og þeir þingmenn sem heita því að verja hana vantrausti, beri að hlýða þeirra ákvörðunum möglunarlaust. Þetta er vissulega sú hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi í Íslenskum stjórnmálum síðan elstu menn muna, en er ekki viðurkennt að þessi hugmyndafræði sé ein af orsökum þeirrar stöðu sem við erum í. Lýsir hún ekki megnri fyrirlitningu á lýðræði?

Til hvers erum við að halda úti 63-ja þingmanna alþingi ef einungis tveir einstaklingar hafa ákvörðunarvaldið?

Telur "stjórnmálfræðingurinn"  að stjórnarskrárbundin skylda þingmanna að fylgja sannfæringu sinni sé bara til skrauts?

Er sú hugmyndafræði, að ákvarðanir örfárra séu þvingaðar í gegn af svokölluðum forystumönnum (oft kallað samráð), samrýmanleg almennum hugmyndum fólks um lýðræði.

Hvernig dregur "stjórnmálfræðingurinn" þá ályktun að Ögmundur vonist til þess að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar.  Reyndi Ögmundur að þvinga þingmenn samfylkingarinnar til að fella þingsályktunina um umsókn að ESB? Hefur Ögmundur hótað Samfylkingunni stjórnarslitum ef þingmenn hennar hafna ekki Icesave.

Í hverju felst þessi tilraun Ögmundar til að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar? Felst hún kannski í því að Ögmundur hótar að fara að stjórnarskránni og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni?

Eru það ekki á endanum tveir einstaklingar innan ríkistjórnarinnar sem ætlast til að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar, nefnilega Jóhanna og Steingrímur.  Eru það ekki Jóhanna og Steingrímur sem hafa haldið Þinginu í gíslingu með því að stöðva framgöngu mikilvægra mála, því að þau hafa ekki þingmeirihluta fyrir þeim stefnumálum sem þau ætla sér að þvinga í gegn.

Hefur ekki Samfylkingin haldið Íslensku þjóðinni í gíslingu með því að stöðva öll mál á þinginu til að þvinga fram umsókn um aðild að ESB?

Er ekki "stjórnmálfræðingurinn" að snúa málinu á haus?

 "War is Peace; Freedom is Slavery; Ignorance is Strength." (1984, George Orwell).


Stefna AGS hefur ekkert breyst. Stefnan gagnvart Íslandi er misheppnuð andlitslyfting.

Það er kanski að bera í bakkafullan lækinn að gagnrýna AGS um þessar mundir, meira að segja samtök atvinnulífsins eru farinn að efast um gagnsemi sjóðsins. En nýtt fjárlagafrumvarp og Icesave gefa tilefni til að fjallað sé um aðkomu sjóðsins en og aftur. 
 
Því hefur verið haldið fram að stefna AGS á Íslandi sé mildari en áður hefur þekkst. Í því sambandi hafa gjaldeyrishöftin og þriggja ára frestur til að ná hallalausum fjárlögum nefnd sem dæmi um meiri slaka. Þessar tilslakanir á almennri stefnu AGS er í besta falli misheppnuð andlitslyfting. Megin atriðin í stefnu AGS standa óhögguð. Háir vextir, gríðarlegur niðurskurður og skilyrðislaus krafa um að lánadrottnar fái allt sitt án tillits til afleiðinganna fyrir almenna borgara.
Þessi stefna AGS hefur skilið eftir sig sviðna jörð um allan heim. í  bréfi sem  Walden Bello, Carlos Heredia,  Dennis Brutus og Noam Chomsky skrifuðu (hundruðir stofnanna og einstaklinga skrifuðu undir bréfið), voru þingmenn fulltrúadeildar Bandaríska þingsins hvattir til að hafna því að AGS fengi aukin fjárframlög. Bréfið var sent fyrir 10 árum en það er vel fram sett og efni þess á vel við hjá okkur núna. Ástæðan fyrir að þetta bréf er notað til viðmiðunar er svo fleiri gagnrýnisraddir á AGS komist í sviðsljósið.
 
Nokkur kunnugleg atriði koma fram í bréfinu. Allt höfum við heyrt þetta áður frá Michel Hudson og fleirum. Það er mikilvægt að skoða þetta bréf með eftirfarandi í huga (bréfið kemur á eftir).
 
- Stýrivextir hafa lækkað hægt og er nú svo komið að jafnvel Vilhjálmur Egilsson er farinn að vilja sjóðinn burt. Það er fyrirsjáanleg afleiðing af háum stýrivöxtum að það dregur úr efnahagsbata og gjaldþrotum fjölgar.
 
- Fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í gær (þann 1. Oktober 2009) inniheldur blóðugan niðurskurð í velferðarmálum sem á eftir að koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Sjúklingar, fólk á bótum, efnalitlar fjölskyldur og atvinnulausir eru dæmi um hópa sem er veruleg hætta á að verði ílla úti þegar velferðarkerfið er skorið við nögl. Einnig er veruleg hætta á að hluti af þeirri þjónustu sem skorin er niður (og/eða lögð niður) verði í boði á einkareknum stofnunum og hér verði tvöfalt kerfi; annars vegar fyrir þá sem geta borgað og hins vegar fyrir þá sem ekki geta borgað. Slíkt kerfi elur iðulega á óréttlæti og mismunun á grunni efnahags. Einnig verður mjög erfitt að bakka út úr slíku kerfi þegar fram líður.
 
- Við höfum þegar séð hvernig hörð skilyrði AGS hafa grafið undan afkomu venjulegs launafólks með launalækkunum og uppsögnum. Veruleg hætta er á að grafið verði undan réttindum launafólks sem hafa áunnist með þrotlausri baráttu í gegn um alla síðustu öld.
 
- Í efnahagsþrengingum síðasta árs hefur verið gríðarlegur þrýstingur á að fá hraða stóriðju-uppbyggingu. þessi þrýstingur hefur valdið því að náttúruverndarsjónarmiðum er ýtt til hliðar og mikil hætta er á að orkuauðlindir verði ofnýttar. Nú er t.d. verið að keyra Bitruvirkjun í gegn þrátt fyrir gríðarlega andstöðu.  Virkjun sem var áður búið að hafna.
 
- Icesave  (nauðungar)samningarnir eru komnir aftur upp á borðið og AGS virðist beita íslensk stjórnvöld miklum þrýstingi að hlíta skilmálum Breta og Hollendinga án þess að neitt  tillit sé tekið til efahagslegrar stöðu þjóðarinnar.
 
- þögn og leynd yfir öllu sem viðkemur AGS hefur valdið gríðarlegri tortryggni, sem ekki er á það vantraust sem hér ríkir bætandi. Frestunin á því að samningur Íslenskra stjórnvalda og AGS sé endurskoðaður, án skýringa, er gott dæmi um þá óþolandi leyndarhyggju og virðingarleysi fyrir lýðræði sem einkennir allar aðgerðir sjóðsins.
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Letter to Members of the United States Congress

To: Members of the United States Congress

Re: Why we Oppose the IMF Quota Increase

The undersigned labor unions, environmental, human rights, and other organizations and individuals from around the world are opposed to any increase in the size, power, or funding of the International Monetary Fund [IMF], and in particular are opposed to any increase in the quota of member countries. The disastrous impact of IMF-imposed policies on workers rights, environmental protection, and economic growth and development; the crushing debt repayment burden of poor countries as a result of IMF policies; and the continuing secrecy of IMF operations provide ample justification for denying increased funding to the IMF.

Economic Growth and Development: The IMF s overwhelming preference for high interest rates and fiscal austerity, even in the absence of any economic justification, has caused unnecessary recessions, reduced growth, hindered economic development, and increased poverty throughout the world. There is now a consensus among economists that the IMF s recent intervention in the Asian financial crisis actually worsened its impact. Many believe that the Fund bears the primary responsibility for turning the financial crisis into a major regional depression, with tens of millions of people being thrown into poverty and no end in sight.

Labor: IMF policies undermine the livelihood of working families. IMF policies have mandated mass layoffs and changes in labor law to facilitate or encourage mass layoffs, as happened recently in South Korea. IMF policies regularly force countries to lower wages, or often undermine efforts by governments to raise wages-- as, for example, in Haiti in recent years.

Environment: IMF policies encourage and frequently require the lowering of environmental standards and the reckless exploitation of natural resources in debtor countries. The export of natural resources to earn hard currency to pay foreign debts under IMF mandates damages the environment while providing no benefit to poor and working people in debtor countries.

Debt: IMF and World Bank policies have forced poor countries to make foreign debt service a higher priority than basic human needs. The World Bank claims that it is "sustainable" for countries like Mozambique to pay a quarter of their export earnings on debt service. Yet after World War II, Germany was not required to pay more than 3.5% of its export earnings on debt service. Poor countries today need a ceiling on debt service similar to the one Germany had. According to UN statistics, if Mozambique were allowed to spend half of the money on health care and education which it is now spending on debt service, it would save the lives of 100,000 children per year.

Openness of IMF operations: IMF policies which affect the lives of a billion people are negotiated in secret, with key conditions not released to the public. The people who bear the burden of these policies often do not even have access to the agreements which have been negotiated.

The policies of the IMF have undermined the ability of developing countries to provide for the needs of their own peoples. Such an institution should not be expanded.

Thank you for your consideration of our concerns.

Sincerely,

Initiators:

Walden Bello, Co-director, Focus on the Global South, Bangkok; Professor of Sociology and Public Administration, University of the Philippines

Carlos Heredia, Congressman, Mexico

Dennis Brutus, Jubilee 2000 Africa

Noam Chomsky, Professor of Linguistics, Massachusetts Institute of Technology

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú er Ísland ekki jafn ílla sett og margar þriðja heims þjóðir. En það er samt veruleg hætta á að fáttækt verði alvarlegt vandamál á Íslandi um langa hríð ef við snúum ekki af þeirri braut  sem AGS varðar.

Þrýstum á stjórnvöld að afþakka svokallaða aðstoð sjóðsins.

Sendum Landstjórann heim!


Lýðræði samfylkingarinnar.

Karl Th. Birgisson hélt því fram í kastljósinu að rökræður um Icesave væru tímasóun.

Það er gott að fá útskýringu á því hver afstaða samfylkingarinnar er til lýðræðisins. Lýðræðið er sem sagt  tímasóun.


Hlýðinn og góður liðsmaður!

Álfheiður Ingadóttir verður hlýðinn og góður liðsmaður ríkistjórnarinnar. hún samþykkir Icesave og hvaða niðurskurð sem vera vill.

Nú er ekkert því til fyrirstöðu að VG gangi öxl við hné með Samfylkingunni, leiðina sem AGS hefur varðað. Niðurrif velferðarkerfisins, Rányrkja á auðlindum og erlendir kröfuhafar fá allt borgað upp í topp.

Frábært!! 


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave: eru fjölmiðlar enn einu sinni að bregðast?

 Fjölmiðlar eru enn einu sinni að bregðast. það eina sem þeir hafa áhuga á er hvort ríkistjórnin falli eða ekki. Hverju er ekki sama? Það er eins og fjölmiðlar séu með ráðum að halda umræðunni frá kjarnanum

Eina sem stendur eftir af svokölluðum rökum stjórnvalda um Icesave er, "við verðum að klára þetta til að hægt sé að snúa sér að öðru"

Af hverju spyrja fjölmiðlamenn ekki t.d.

Af hverju þarf að klára Icesave til að hægt sé að taka á skuldavanda heimilanna og  fara í efnahagsaðgerðir til að örva atvinnulífið? Hver er tengingin? Ég held að tengingin sé engin.

Hvað gerist á gjalddaga ef innistæða tryggingasjóðsins dugar ekki fyrir skuldinni og Icsave samningurinn hefur ekki verið kláraður? Ekkert. Bretar og Hollendingar þurfa þá að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Af hverju vilja íslensk stjórnvöld ekki að dómstólar fjalli um málið?

Af hverju leggur samfylkingardeild Flokksins ríkistjórnarsamstarfið undir í máli eins og Icesave, sem ætti alls ekki að vera flokkspólitískt. 

Af hverju er samningagerðin svona leynileg.

Af hverju talaði jóhanna aldrei um það að tryggja þyrfti að við gætum staðið undir Icesave fyrr en allt í einu í dag? Af hverju hafði hún ekki áhyggjur af því þegar samningurinn var trúnaðarmál?

Ber ekki ríkistjórn Íslands að fara að lögum? Er eðlilegt að stjórnvöld heimti að nýsettum lögum sé breytt til að hlýða skipunum frá AGS, ESB, Bretlandi og Hollandi?

Er krafa stjórnvalda um að breyta nýsettum lögum ekki vanvirðing við þingið og þingræði.

...

Fullt af spurningum sem fjölmiðlar ættu að spyrja en gera það ekki. Af hverju?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.