Icesave: eru fjölmiðlar enn einu sinni að bregðast?

 Fjölmiðlar eru enn einu sinni að bregðast. það eina sem þeir hafa áhuga á er hvort ríkistjórnin falli eða ekki. Hverju er ekki sama? Það er eins og fjölmiðlar séu með ráðum að halda umræðunni frá kjarnanum

Eina sem stendur eftir af svokölluðum rökum stjórnvalda um Icesave er, "við verðum að klára þetta til að hægt sé að snúa sér að öðru"

Af hverju spyrja fjölmiðlamenn ekki t.d.

Af hverju þarf að klára Icesave til að hægt sé að taka á skuldavanda heimilanna og  fara í efnahagsaðgerðir til að örva atvinnulífið? Hver er tengingin? Ég held að tengingin sé engin.

Hvað gerist á gjalddaga ef innistæða tryggingasjóðsins dugar ekki fyrir skuldinni og Icsave samningurinn hefur ekki verið kláraður? Ekkert. Bretar og Hollendingar þurfa þá að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Af hverju vilja íslensk stjórnvöld ekki að dómstólar fjalli um málið?

Af hverju leggur samfylkingardeild Flokksins ríkistjórnarsamstarfið undir í máli eins og Icesave, sem ætti alls ekki að vera flokkspólitískt. 

Af hverju er samningagerðin svona leynileg.

Af hverju talaði jóhanna aldrei um það að tryggja þyrfti að við gætum staðið undir Icesave fyrr en allt í einu í dag? Af hverju hafði hún ekki áhyggjur af því þegar samningurinn var trúnaðarmál?

Ber ekki ríkistjórn Íslands að fara að lögum? Er eðlilegt að stjórnvöld heimti að nýsettum lögum sé breytt til að hlýða skipunum frá AGS, ESB, Bretlandi og Hollandi?

Er krafa stjórnvalda um að breyta nýsettum lögum ekki vanvirðing við þingið og þingræði.

...

Fullt af spurningum sem fjölmiðlar ættu að spyrja en gera það ekki. Af hverju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.