Hlýðinn og góður liðsmaður!

Álfheiður Ingadóttir verður hlýðinn og góður liðsmaður ríkistjórnarinnar. hún samþykkir Icesave og hvaða niðurskurð sem vera vill.

Nú er ekkert því til fyrirstöðu að VG gangi öxl við hné með Samfylkingunni, leiðina sem AGS hefur varðað. Niðurrif velferðarkerfisins, Rányrkja á auðlindum og erlendir kröfuhafar fá allt borgað upp í topp.

Frábært!! 


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þriðji VG ráðherrann, á tæpu ári, sem við félagsliðar þurfum að ganga til með umsókn okkar um löggildingu á starfsheitinu okkar.

Og þar með eru ráðherrannir orðnir 9 + utanríkisráðherra (og 4 ríkisstjórnir) á tveimur og hálfu ári sem við höfum lagt þetta fyrir.  Það mætti halda að við værum erfiðari en Icesafe.

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

ég er ekki vel inni í starfsheitum í heilbrigðisgerianum. Nafnið félagsliðar segir sjálfsagt eitthvað um starf ykkar. en hvert er hlutverk ykkar í heilbrigðiskerfinu. Bara forvitni.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 1.10.2009 kl. 15:15

3 identicon

Starfslýsingin er í stuttu máli svona:
Starf félagsliða felst í að efla sjálfstæða og félagslega virkni, á heilbrigðis- félags- og menntunarsviði.  Veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklingsins eru hafðar að leiðarljósi.  Skjólstæðingar félagsliða eru oftast einstaklingar eða hópar sem vegna röskunar á þroska, veikinda, öldrunar eða áfalla þurfa á stuðning og þjónust að halda.
Félagsliði aðstoðar við persónulegt hreinlæti, næringu, hreyfingu og aðrar daglegar athafnir í samræmi við þjónustuáætlun, auk þess að hafa eftirlit með fyrrgreindum þáttum. 
Við störfum á sjúkrahúsum, öldrunarstofnunum, á heimilum fyrir fatlaða og þjónustu íbúðum þeirra sem búa við skerta starfsgetu af ýmsum orsökum.
Starfið og menntunin er sambærileg við sjúkraliða og í Danmörku t.d. heitir þetta social- og sundhedshjælper en socialassistant í Englandi.

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ok takk fyrir upplýsingarnar. Þið eruð semsagt ein af þeim ósýnilegu starfstéttum  sem vinna gríðarlega mikilvæg störf í samfélaginu fyrir fólk sem er jafnvel en ósýnilegra en þið.

Gangi ykkur sem allra best í baráttunni fyrir að fá viðurkenningu á starfi ykkar.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 1.10.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband