Ögmundur buinn að fá nóg af ofbeldi Samfylkingar

Ögmundur hefur verið á undanhaldi undan Samfylkingunni síðan hann tók við ráðherraembætti. Hann fórnaði meira að segja heilindum sínum í ESB málinu til að lægja geðsveiflur samfylkingarforystunnar. En sem betur fer er hann búinn að fá nóg. Það er reyndar sorglegt að sá sem síst skildi, skuli vera hrakin úr ríkistrjórninni. Er ekki kominn tími til að leysa þessa ríkistrjórn upp og mynda nýja ríkistjórn sem er að mestu utanþings stjórn. Þó mætti Ögmundur vera Forsetisráðherra í þeirri stjórn. Hann virðist getað talað við alla og náð sáttum.

Af hverju notum við ekki tækifærið og setjum í ríkistjórn fólk sem er tilbúið að láta hagsmuni kjósenda í landinu ganga fyrir hagsmunum fjármagnseigenda.

Af hverju notum við ekki tækifærið og einfaldlega gerum ekkert í Icesave og látum Hollendinga og Breta sækja rétt sinn fyrir dómstólum?

Af hverju notum við ekki tækifærið og sendum AGS heim til Washington ásamt þeim lánum sem þegar eru að kosta okkur gjaldeyri í formi vaxtakostnaðar?

Af hverju notum við ekki tækifærið og förum að byggja upp Íslenskt  atvinnulíf sjálf. Án svokallaðra erlendra fjárfesta. Nokkrar tillögur væri að lækka raforkuverð til grænmetisbænda og almennt stefna að því að vera sjálfum okkur nóg um mat. Gerum samgöngur okkar  óháðar jarðefnaeldsneyti, það mætti t.d byggja upp lestarkerfi  og almenningssamgöngur sem nota rafmagn eða methan. Stefna að því að einkabílar verði keyrðir með innlendum orkugjöfum. Lítil erlend fyrirtæki og fjárfesta, sem eru tilbúinn að deila arðinum og áhættunni á réttdátann hátt, má alveg bjóða velkomna en á okkar forsendum. Það er bull að við höfum ekki fjármagn til að gera þetta sjálf. Ef gjaldeyristekjur okkar eru notað í að kaupa hráefni til uppbyggingar  í stað þess að greiða vexti af Iceasave og AGS lánum þá höfum  við nægar tekjur. Uppbyggingin á hvort eð er ekki að gerast með skuldsetningu.

Af hverju vinna stjórnvöld leynt og ljóst gegn hagsmunum Íslendinga?


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Af hverju notum við ekki tækifærið og setjum í ríkistjórn fólk sem er tilbúið að láta hagsmuni kjósenda í landinu ganga fyrir hagsmunum fjármagnseigenda.

Af hverju notum við ekki tækifærið og einfaldlega gerum ekkert í Icesave og látum Hollendinga og Breta sækja rétt sinn fyrir dómstólum?

Af hverju notum við ekki tækifærið og sendum AGS heim til Washington ásamt þeim lánum sem þegar eru að kosta okkur gjaldeyri í formi vaxtakostnaðar?"

Ég er 100% sammála þessu, Benedikt.  Þarfur pistill og takk fyrir hann.   Við ættum að fella Icesave, losa okkur við IMF og Bretar og Hollendingar geta sótt okkur ef þeir vilja.   

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, af hverju ekki?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 30.9.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Það sem er stórfurðulegt er hversu gjörsamlega rökþrota ríkistjórnin er þegar hún ver glæpinn.

Eina sem stendur eftir af svokölluðum rökum Árna Páls og Jóhönnu er, "við verðum að klára þetta til að hægt sé að snúa sér að öðru"

þess vegna held ég áfram að spyrja 

Af hverju þarf að klára Icesave til að hægt sé að taka á skuldavanda heimilanna og  fara í efnahagsaðgerðir til að örva atvinnulífið? Hver er tengingin?

Hvað gerist svona hræðilegt á gjalddaga ef innistæða tryggingasjóðsins dugar ekki fyrir skuldinni og Icsave samningurinn hefur ekki verið kláraður?

Við fáum engar upplýsingar um það hvað liggur að baki.  Af hverju pressa stjórnvöld  það svona  hart að þvinga málið í gegn á engum tíma? Svör ráðherranna  standast ekki skoðun og því miður þá hafa fjölmiðlar ekkert lært og halda áfram að fókusa á hvort ríkistjórnin haldi eða ekki. Það er fullkomið aukaatriði í þessu samhengi. Fjölmiðlum er gjörsamlega fyrirmunað að spyrja gagnrýnina spurninga og opinbera með því hversu fáránleg rök stjórnvalda eru.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 30.9.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.